Nokia 6600 - Uppsetning forrita – almennar upplýsingar

background image

Uppsetning forrita - almennar upplýsingar

Hægt er að setja upp forrit sem sérstaklega eru ætluð fyrir þennan síma og
samræmast Symbian-stýrikerfinu.

Til athugunar: Ef sett er upp forrit sem ekki er sérhannað fyrir símann er

hugsanlegt að virkni þess og útlit sé öðruvísi en ætlast er til.

Hægt er að sækja forrit í símann meðan vafrað er, taka við þeim sem viðhengi í
margmiðlunarboðum eða tölvupósti eða taka við þeim um Bluetooth-tengingu

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

160

eða innrauða tengingu frá öðru tæki, til dæmis síma eða samhæfri PC-tölvu. Ef PC
Suite er notað til að flytja forritið skal setja það í möppuna Installs í Skráastjórn.

Mikilvægt: Aðeins skal setja upp forrit frá fyrirtækjum sem bjóða næga vörn gegn
tölvuveirum og öðrum skaðlegum hugbúnaði.

Til öryggis notar uppsetningarkerfið stafrænar undirskriftir og vottorð fyrir forrit.
Ekki skal setja upp forrit ef Stjórnandi forrita birtir öryggisviðvörun við
uppsetningu.

Mikilvægt: Ef sett er upp forrit með uppfærslu eða lagfæringu á fyrirliggjandi
forriti er aðeins hægt að endurheimta upphaflega forritið ef upphaflega forritið
eða fullkomið afrit af forritinu sem var fjarlægt er fyrir hendi. Ef endurheimta á
upphaflega forritið er uppfærða eða lagfærða forritið fyrst fjarlægt og síðan sett
upp aftur úr upphaflega forritinu eða geymsluafritinu.

Við uppsetningu kannar síminn forritið sem á að setja upp. Síminn sýnir
upplýsingar um prófanir sem hafa verið gerðar og gefinn er kostur á að halda
áfram eða hætta við uppsetninguna. Þegar síminn hefur kannað forritið er það
sett upp í símanum.

Uppsetning forrita

• Stjórnandi forrita er opnaður, skrunað að forritinu og valið

Valkostir

Setja

upp

til að hefja uppsetninguna.

• Einnig er hægt að leita í minni símans eða á minniskortinu, velja forritið og

styðja á

til að hefja uppsetningu.

Sum forrit er hægt að setja upp að hluta og er þá hægt að velja tiltekna þætti
forritsins og setja þá upp.

background image

Þjónusta og

fo

rrit

161

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Ef sett er upp forrit án stafrænnar undirskriftar eða vottorðs varar síminn við
hættunni sem slíku er samfara. Aðeins skal halda áfram uppsetningu ef full vissa
er um að treysta megi uppruna og innihaldi forritsins.

Uppsetning Java™

.JAR-skráin er nauðsynleg við uppsetningu. Ef hana vantar getur síminn beðið um
að hún sé sótt. Ef enginn aðgangsstaður er skilgreindur fyrir Stjórnanda forrita er
notandi beðinn um að velja. Þegar .JAR-skráin er sótt getur notandinn þurft að
færa inn notandanafn og lykilorð til að komast á miðlarann. Þau má fá hjá
seljanda eða framleiðanda forritsins.

• Ef opna á gagnatengingu og skoða frekari upplýsingar um forritið er skrunað

að því og valið

Valkostir

Opna vefsíðu

.

• Til að ræsa gagnatengingu og kanna hvort uppfærslur á forritinu eru tiltækar,

skal skruna að því og velja

Valkostir

Uppfæra

.

Java-stillingar

• Ef breyta á sjálfgefnum aðgangsstað sem Java-forrit notar til að sækja

viðbótargögn, skal velja

Valkostir

Stillingar

Aðgangsstaður

.

Sjá

‘Aðgangsstaðir’, bls. 111.

• Ef breyta á öryggisstillingum sem ákvarða hvaða aðgerðir Java-forrit megi gera

skal velja

Valkostir

Stillingar

.

Til athugunar: Ekki leyfa öll Java-forrit að breyta öryggisstillingum.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

162