Upplýsingar sóttar úr veski í vafra
Þegar notuð er netþjónusta sem styður veskisvirknina er hægt að flytja upp
gögnin sem geymd eru í veskinu og fylla þannig sjálfkrafa út vefeyðublöð með
upplýsingunum. Með því að flytja til dæmis upp greiðslukortaupplýsingar þarf ekki
að færa inn kortanúmer og gildisdagsetningu í hvert sinn sem þeirra er þörf (fer
eftir efninu sem vafrað er í). Einnig er hægt að sækja notandanafn og lykilorð sem
vistað er sem aðgangskort þegar tengst er við þjónustu sem krefst aðgangskorts.
Sjá ‘Kaup á vörum’, bls. 156.