
■ Skilaboð – Almennar upplýsingar
Staða skilaboða er alltaf uppkast, send eða móttekin. Hægt er að vista skilaboð í
möppunni Uppköst áður en þau eru send. Skilaboð eru sett tímabundið í Úthólf þar
sem þau bíða sendingar. Þegar skilaboð hafa verið send er hægt að finna eintak af
skilaboðunum í möppunni Send. Móttekin og send skilaboð er aðeins hægt að lesa
þar til valið er
Svara
eða
Senda áfram
, en þá eru skilaboðin afrituð í ritil. Hafa ber
hugfast að ekki er hægt að áframsenda tölvupóstboð sem send hafa verið úr
símanum og að hömlur geta verið á áframsendingum móttekinna skilaboða.