5. Skilaboð
Farið er í
Valmynd
→
Skilaboð
.
Í Skilaboðum er hægt að búa til, senda, taka á móti, skoða, breyta og skipuleggja:
• textaskilaboð,
• margmiðlunarboð,
• tölvupóstboð og
• uppsetningarboð.
Textaskilaboð og margmiðlunarboð nota samnýtt minni.
Sjá ‘Samnýtt minni’,
bls. 24.
Einnig er hægt að taka við skilaboðum og gögnum um innrautt tengi eða
Bluetooth-tengingu, taka við þjónustuboðum, skilaboðum frá endurvarpa og
senda þjónustuskipanir.
Valkostir í aðalyfirliti Skilaboða:
Búa til skilaboð
,
Tengja
(birtist ef stillingar
fyrir pósthólf hafa verið skilgreindar) eða
Aftengja
(birtist ef tenging við
pósthólfið er virk),
SIM-skilaboð
,
Upplýs. frá endurv.
,
Þjónustuskipun
,
Stillingar
,
Hjálp
og
Hætta
.
Þegar Skilaboð eru opnuð má sjá aðgerðina
Ný skilaboð
og lista yfir sjálfgefnar
möppur:
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
68
Innhólf
- inniheldur móttekin skilaboð önnur en tölvupóst og skilaboð frá
endurvarpa. Tölvupóstboð eru geymd undir
Pósthólf
.
Lesa má skilaboð frá endurvarpa með því að velja
Valkostir
→
Upplýs. frá endurv.
.
Mínar möppur
- til að skipuleggja skilaboð og raða í möppur.
Pósthólf
- Þegar mappan er opnuð er annaðhvort hægt að tengjast
fjartengdu pósthólfi til að sækja nýjan tölvupóst eða skoða fyrri tölvupóstboð án
þess að tengjast.
Sjá ‘Tölvupóstboð skoðuð utan nettengingar’, bls. 90.
Þegar búið
er að skilgreina stillingar fyrir nýtt pósthólf kemur heiti þess í stað
Pósthólf
í
aðalyfirlitinu.
Sjá ‘Stillingar á tölvupósti’, bls. 100.
Uppköst
- geymir drög að skilaboðum sem ekki hafa verið send.
Send
- geymir síðustu 15 skilaboð sem hafa verið send. Hægt er að breyta
fjölda skilaboða sem er vistaður.
Sjá ‘Stillingar fyrir möppuna Annað’, bls. 103.
Til athugunar: Skilaboð eða gögn sem hafa verið send um innrauða eða
Bluetooth-tengingu eru ekki vistuð í möppunum Uppköst eða Send.
Úthólf
- er tímabundinn geymslustaður fyrir skilaboð sem bíða sendingar.
Tilkynningar
- hægt er að biðja þjónustuveituna að senda tilkynningu um
SMS-skilaboð, uppsetningarboð og margmiðlunarboð sem hafa verið send.
Tilkynningar um afhendingu eru gerðar virkar með því að velja
Valkostir
→
Stillingar
→
SMS-skilaboð
eða
Margmiðlunarboð
, skrunað er að
Fá tilkynningu
og
valið
Já
.
Til athugunar: Hugsanlega er ekki hægt að fá tilkynningar um
margmiðlunarboð sem hafa verið send á tölvupóstfang.
Skilaboð
69
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
Til athugunar: Áður en margmiðlunarboð eru búin til, tölvupóstur skrifaður
eða tengst við fjartengt pósthólf verða réttar tengistillingar að vera fyrir hendi.
Sjá ‘Nauðsynlegar stillingar í tölvupósti’, bls. 82. Sjá ‘Stillingar sem eru tilskildar
fyrir margmiðlunarboð’, bls. 79.