Tengiliðaspjald skoðað
Skjárinn með upplýsingum um tengiliði (
) sýnir allar
upplýsingar sem settar hafa verið á tengiliðaspjaldið.
Nafnasviðið er alltaf sýnt á upplýsingaskjánum um
tengiliði en önnur svið birtast aðeins ef þau hafa að
geyma upplýsingar.
Valkostir þegar tengiliðaspjald er skoðað
meðan símanúmer er valið:
Hringja
,
Búa til skilaboð
,
Breyta
,
Eyða
,
Sjálfvalin
,
Bæta við raddmerki
/
Raddmerki
,
Skrá hraðval
/
Aftengja hraðval
,
Hringitónn
,
Afrita í SIM-skrá
,
Senda
,
Hjálp
og
Hætta
.
Úthlutun sjálfgefinna númera og netfanga
Ef aðili er með mörg símanúmer eða tölvupóstföng er hægt að hraða hringingum
og boðasendingum með því að skilgreina ákveðin númer og netföng sem sjálfgildi.
• Tengiliðaspjald er opnað og valið
Valkostir
→
Sjálfvalin
. Gluggi birtist með
valkostum.
Dæmi: Skrunað er að
Símanúmer
og stutt á
Á númer
. Listi yfir símanúmer á
tengiliðaspjaldinu birtist. Skrunað er að númerinu sem á að vera sjálfgefið og stutt
á
. Þegar aftur er horfið að tengiliðaspjaldsskjánum er nafnið við sjálfgefna
númerið undirstrikað.
Raddstýrð hringing
Hægt er að hringja með því að bera fram raddmerki hefur verið bætt á
tengiliðaspjald.
Persónulegar upplýsingar
39
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
Raddmerki
Öll töluð orð geta verið raddmerki.
• Þegar tekið er upp skal halda símanum nálægt munni. Eftir
upphafshljóðmerkið eru orðið eða orðin sem nota á sem raddmerki sögð skýrt
og greinilega.
Áður en raddstýrt val er notað skal bent á eftirfarandi:
•
Raddmerki eru ekki háð tungumáli. Þau eru háð rödd þess sem talar.
•
Raddmerki eru viðkvæm fyrir umhverfishljóðum. Þau skal hljóðrita og nota í hljóðlátu
umhverfi.
•
Ekki er hægt að nota mjög stutt nöfn. Nota skal löng nöfn og forðast áþekk nöfn fyrir
mismunandi númer.
Til athugunar: Nafnið þarf að bera fram nákvæmlega eins og það var hljóðritað.
Þetta gæti verið erfitt, til dæmis í hávaðasömu umhverfi eða í neyðartilvikum, því ætti ekki
að treysta eingöngu á raddstýrt val við allar aðstæður.
Raddmerki bætt við símanúmer
Til athugunar: Aðeins er hægt að bæta raddmerkjum við símanúmer sem
geymd eru í minni símans.
Sjá ‘Tengiliðir afritaðir milli SIM-kortsins og minnisins í
símanum’, bls. 37.
1. Á aðalskjá tengiliða er skrunað að spjaldinu sem bæta skal raddmerki á og stutt
á
til að opna það.
2. Skrunað er að númerinu sem bæta á raddmerkinu við og valið
Valkostir
→
Bæta við raddmerki
.
3. Textinn
Ýttu á Byrja og talaðu eftir hljóðmerki
birtist.
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
40
• Stutt er á
Byrja
til að taka upp raddmerki. Síminn gefur frá sér hljóðmerki
og athugasemdin
Tala nú
birtist.
4. Raddmerkið er borið fram. Síminn hættir að taka upp eftir um
5 sekúndur.
5. Að upptöku lokinni spilar síminn merkið sem tekið var upp og athugasemdin
Spilar raddmerki
birtist.
6. Þegar raddmerki hefur verið vistað birtist athugasemdin
Raddmerki vistað
og
hljóðmerki heyrist. Merkið
sést við númerið á tengiliðaspjaldinu.
Hringt með raddmerki
1. Stutt er á
í biðham og takkanum haldið niðri. Stutt hljóðmerki heyrist og
athugasemdin
Tala nú
birtist.
2. Þegar hringt er með raddmerki þarf að halda símanum nálægt munninum og
andlitinu og bera raddmerkið skýrt fram.
3. Síminn spilar upphaflega raddmerkið, birtir nafnið og númerið og hringir í
númerið sem tengt er merkinu eftir fáeinar sekúndur.
• Ef síminn spilar rangt raddmerki eða ef reyna á aftur er stutt á
Aftur
.
Til athugunar: Ekki er hægt að nota raddval til að hringja þegar forrit nýtir
gagnasendingu eða þegar GPRS-tenging er að senda gögn eða taka á móti
gögnum. Ef hringja á með raddmerki þarf að rjúfa allar virkar gagnasendingar.
Raddmerki endurspilað, því breytt eða eytt
Eigi að endurspila, eyða eða breyta raddmerki er skrunað að atriðinu sem er með
raddmerki (sýnt með
), valið
Valkostir
→
Raddmerki
og síðan eitt af eftirtöldu:
Persónulegar upplýsingar
41
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
•
Spila upptöku
- til að hlusta aftur á raddmerkið, eða
•
Eyða
- til að eyða raddmerkinu, eða
•
Breyta
- til að taka upp nýtt raddmerki. Stutt er á
Byrja
til að hefja upptöku.
Hraðvalstökkum úthlutað
Hraðval er fljótleg aðferð við að hringja í númer sem
mikið eru notuð. Hægt er að úthluta hraðvalstökkum á
átta símanúmer. Númer 1 er frátekið fyrir talhólfið.
1. Tengiliðaspjaldið sem úthluta á hraðvalstakka er
opnað og valið
Valkostir
→
Skrá hraðval
.
Hraðvalsglugginn opnast, með tölum á bilinu 1-9.
2. Skrunað er að tölu og stutt á
Á númer
. Þegar farið
er aftur á tengiliðaupplýsingaskjáinn sést
hraðvalsteiknið við númerið.
• Ef hringja á til samskiptaaðila með hraðvali er farið
í biðham og stutt á hraðvalstakkann og .
Hringitónn tengdur samskiptaspjaldi eða hóp
Hægt er að setja hringitón fyrir hvert tengiliðaspjald eða hóp. Þegar tengiliður eða
einhver úr hópnum hringir spilar síminn viðkomandi hringitón (ef símanúmer þess
sem hringir er sent með hringingunni og síminn þekkir það).
1. Stutt er á
til að opna tengiliðaspjald eða farið í hópalistann og hópur
valinn.
2. Valið er
Valkostir
→
Hringitónn
. Listi yfir hringitóna opnast
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
42
3. Stýripinninn er notaður til að velja hringitóninn sem á að nota fyrir tengilið
eða hóp og stutt á
Velja
.
• Hringitónn er fjarlægður með því að velja
Sjálfvalinn tónn
af listanum yfir
hringitóna.
Til athugunar: Síminn notar alltaf síðasta hringitóninn sem tengdur hefur
verið einstökum aðila. Ef t.d. hringitón hóps er fyrst breytt og síðan er breytt tón
einhvers eins úr hópnum er sá tónn notaður þegar hann hringir næst.