Nokia 6600 - Hleðsla og tæming

background image

Hleðsla og tæming

Síminn fær straum úr hleðslurafhlöðu.

Bent er á rafhlaðan nær ekki fullum afköstum fyrr en eftir að hún hefur verið fullhlaðin og
tæmd tvisvar eða þrisvar!

Hægt er að hlaða og tæma rafhlöðuna mörg hundruð sinnum en að lokum eyðist hún. Þegar
notkunartími (taltími og biðtími) er greinilega styttri en vant er, er kominn tími til að kaupa
nýja rafhlöðu.

Aðeins skal nota rafhlöður sem samþykktar eru af framleiðanda og aðeins skal hlaða
rafhlöðuna með hleðslutækjum sem framleiðandinn samþykkir. Taka skal hleðslutækið úr
sambandi þegar það er ekki í notkun. Ekki má hafa rafhlöðuna tengda við hleðslutæki lengur
en viku í senn þar sem ofhleðsla getur stytt líftíma rafhlöðunnar. Ef fullhlaðin rafhlaða er
ekki notuð tæmist hún með tímanum.

Miklar sveiflur í hitastigi geta haft áhrif á hleðslugetu rafhlöðunnar.

Aðeins skal nota rafhlöðuna í þeim tilgangi sem ætlast er til.

Aldrei skal nota hleðslutæki eða rafhlöðu sem hafa skemmst.

Ekki má tengja fram hjá rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið ef málmhlutur (mynt,
bréfaklemma eða penni) myndar beina tengingu milli + og - póla rafhlöðunnar (málmrendur
á rafhlöðunni), til dæmis þegar aukarafhlaða er geymd í vasa eða veski. Skammhlaup milli
pólanna getur valdið skaða á rafhlöðunni eða leiðaranum.

Ef rafhlaðan er geymd á heitum eða köldum stað, eins og inni í lokuðum bíl, minnkar
hleðslugeta og líftími rafhlöðunnar. Ávallt skal leitast við að hitastig rafhlöðunnar sé á milli

background image

Upp

lýsingar um rafhlöðu

183

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

15°C og 25°C (59°F og 77°F). Sími með heitri eða kaldri rafhlöðu getur verið ónothæfur um
stund, jafnvel þó að rafhlaðan sé fullhlaðin. Frammistaða rafhlöðunnar er sérstaklega
takmörkuð ef hitinn er langt undir frostmarki.

Ekki má varpa rafhlöðum á eld!

Henda skal rafhlöðum samkvæmt reglum á hverjum stað (t.d. í endurvinnslu). Ekki má henda
rafhlöðum með heimilissorpi.

Aðeins má fjarlægja rafhlöðuna þegar slökkt er á símanum.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

184