Nokia 6600 - Spurt og svarað

background image

Spurt og svarað

Skjár símans
• Sp.: Hvers vegna sjást daufir, upplitaðir eða skærir punktar á skjánum þegar ég

kveiki á símanum?

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

178

Sv.: Það er einkennandi fyrir þessa gerð af skjám. Á sumum skjám geta verið
dílar eða deplar sem koma og fara. Slíkt er alveg eðlilegt.

Myndavél
• Sp.: Af hverju eru myndir óskýrar?

Sv.: Ganga þarf úr skugga um að hlífðargler myndavélarlinsunnar sé hreint.

Sjá

‘Umhirða og viðhald’, bls. 184.

• Sp.: Hvers vegna sjást marglitir deplar þegar síminn er stilltur á Nótt?

Sv.: Þegar ljósnæmi myndavélarinnar er aukið í stillingunni Nótt til að
myndirnar verði skýrari, þá fjölgar einnig marglitum deplum á skjánum.

Bluetooth
• Sp.: Af hverju er ekki hægt að slíta Bluetooth-tengingu?

Sv.: Ef annað tæki er parað við símann en sendir þó ekki gögn og heldur
tengingunni opinni þarf að gera Bluetooth-tengið óvirkt til að aftengjast. Farið
er í Bluetooth og valin stillingin

Bluetooth

Slökkt

.

• Sp.: Hvers vegna finnst ekki tæki sem notar Bluetooth-tækni?

Sv.: Ganga þarf úr skugga um að Bluetooth sé virkt í báðum tækjum.

Fjarlægðin milli tækjanna tveggja má ekki vera meiri en 10 metrar og ekki
mega vera veggir eða aðrar hindranir á milli þeirra.

Ganga skal úr skugga um að hitt tækið sé ekki í hamnum Falinn.

Ganga skal úr skugga um að bæði tækin séu samhæf.

background image

Úrræðaleit

179

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Margmiðlunarskilaboð
• Sp.: Hvað skal gera þegar síminn birtir boð um að ekki sé hægt að taka við

margmiðlunarskilaboðum vegna þess að minnið er fullt?

Sv.: Það kemur fram í villuboðunum hvað þarf að losa mikið minni.

Ekki hægt

að sækja skilaboð. Eyða verður einhverjum gögnum fyrst.

Ef skoða á hvers

konar gögn eru í símanum og hversu mikið minni er notað fyrir mismunandi
gagnaflokka er farið í

Skráarstjórn

og valið

Valkostir

Uppl. um minni

.

• Sp.: Hvernig er hægt að slíta gagnatengingu þegar síminn kemur

gagnatengingu ítrekað aftur á?

Sv.: Síminn reynir að sækja margmiðlunarboð til
margmiðlunarboðamiðstöðvar.

Athuga þarf hvort stillingar vegna margmiðlunarboða hafi verið rétt valdar og
að símanúmer og vistföng séu rétt. Farið er í

Skilaboð

og valið

Valkostir

Stillingar

Margmiðlunarboð

.

Til eru nokkrar leiðir til að láta símann hætta að hefja gagnatengingu. Farið er í

Skilaboð

og valið

Valkostir

Stillingar

Margmiðlunarboð

og síðan:

• Valið er

Þegar boð berast

Sækja síðar

ef margmiðlunarboðamiðstöðin á

að vista skilaboðin svo hægt sé að sækja þau seinna, til dæmis þegar búið er
að fara yfir stillingarnar. Eftir þessa breytingu þarf síminn enn að senda
farsímakerfinu upplýsingar. Þegar sækja á boðin er valið

Sækja strax

.

• Valið er

Þegar boð berast

Hafna skilaboðum

- ef hafna á öllum

margmiðlunarskilaboðum sem berast. Eftir þessa breytingu þarf síminn enn
að senda farsímakerfinu upplýsingar og margmiðlunarskilaboðamiðstöðin

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

180

eyðir öllum margmiðlunarskilaboðum sem bíða áframsendingar til
notandans.

• Valið er

Móttaka margm.

Óvirk

- ef hunsa á öll margmiðlunarskilaboð

sem berast. Eftir þessa breytingu tengist síminn ekki farsímakerfinu í
tengslum við margmiðlunarskilaboð.

Skilaboð
• Sp.: Af hverju er ekki hægt að velja tengilið?

Sv.: Ef ekki er hægt að velja tengilið í skránni Tengiliðir er ekki símanúmer eða
tölvupóstfang á tengiliðaspjaldinu. Bæta má upplýsingunum sem vantar á
tengiliðaspjaldið í forritinu Tengiliðir.

Dagbók
• Sp.: Af hverju vantar vikunúmerin?

Sv.: Hafi dagbókarstillingum verið breytt þannig að vikan hefjist á öðrum degi
en mánudegi birtast vikunúmerin ekki.

Vafraþjónusta
• Sp.: Hvað á að gera ef síminn sýnir:

Enginn gildur aðgangsstaður skilgreindur.

Skilgreina í þjónustustillingum.

?

Sv.: Færa þarf réttar vafrastillingar inn. Leiðbeiningar fást hjá
þjónustuveitunni.

Sjá ‘Uppsetning símans fyrir vafraþjónustu’, bls. 150.

Notkunarskrár
• Sp.: Af hverju er notkunarskráin tóm?

background image

Úrræðaleit

181

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Sv.: Ef til vill hefur sía verið gerð virk og engin samskipti hafa verið skráð sem
hæfa þeirri síu. Ef skoða á öll samskipti skal velja

Valkostir

Sía

Öll

samskipti

.

Tengingar við tölvur
• Sp.: Af hverju koma upp vandamál við að tengja símann við tölvu?

Sv.: Ganga skal úr skugga um að forritið PC Suite hafi verið sett upp og sé virkt
á tölvunni. Sjá Uppsetningarleiðbeiningar fyrir PC Suite á geisladiski í
hlutanum ‘Install’. Nánari upplýsingar um notkun PC Suite eru í
hjálparaðgerðinni í PC Suite.

Aðgangsnúmer
• Sp.: Hvert er lykilorðið fyrir læsingar-, PIN, eða PUK-númerin?

Sv.: Sjálfgilt númer fyrir læsingu er 12345. Ef númerið fyrir læsingu gleymist
eða glatast skal hafa samband við söluaðila símans.

Ef PIN- eða PUK-númer gleymist eða glatast eða ef ekki hefur verið tekið við
slíku númeri skal hafa samband við þjónustuveituna.

Upplýsingar um lykilorð fást hjá viðkomandi aðgangsstaðarþjónustu, til
dæmis Internetþjónustu, þjónustuveitu eða símafyrirtæki.

Frosið forrit
• Sp.: Hvernig á að loka forriti sem er frosið?

Sv.: Forritsglugginn er opnaður með því að styðja á og halda inni

. Síðan er

skrunað að forritinu og stutt á

til að loka því.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

182