11. Úrræðaleit
Minni á þrotum
Þegar einhver eftirfarandi athugasemda birtast er minnið á þrotum og
nauðsynlegt að eyða einhverjum gögnum.
Ekki nægilegt minni fyrir aðgerð. Eyða
þarf einhv. gögnum fyrst.
eða
Lítið minni eftir. Eyða þarf einhverjum gögnum.
Ef
skoða á hvers konar gögn eru í símanum og hversu mikið minni er notað fyrir
mismunandi gagnaflokka er farið í
Skráarstjórn
og valið
Valkostir
→
Uppl. um
minni
.
Notandi kann að vilja eyða eftirfarandi atriðum reglulega til að komast hjá
minnisskorti:
• boðum úr möppunum Innhólf, Uppköst og Sent í Skilaboð,
• sóttum tölvupósti í minni símans,
• vistuðum vafrasíðum og
• myndum, myndskeiðum og hljóðinnskotum í Galleríi.
Ef á að eyða upplýsingum um tengiliði, athugasemdum í dagbókum, teljurum,
kostnaðarteljurum, stigatölum eða öðrum gögnum er farið í viðkomandi forrit til
að fjarlægja gögnin.
Ef verið er að eyða mörgum atriðum og önnur eftirfarandi athugasemda birtist
aftur:
Ekki nægilegt minni fyrir aðgerð. Eyða þarf einhv. gögnum fyrst.
eða
Lítið
minni eftir. Eyða þarf einhverjum gögnum.
má reyna að eyða einu atriði í einu
(byrja á því minnsta).
Úrræðaleit
177
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
Dagbókarminnið hreinsað - Ef fjarlægja á meira en eitt atriði í senn er farið í
mánaðarskjáinn og valið
Valkostir
→
Eyða atriði
→ og annað hvort:
•
Eyða fyrir
- til að eyða öllum athugasemdum í dagbókum sem eiga við fyrir
tiltekna dagsetningu. Færð er inn dagsetning og verður eytt öllum færslum
fram að henni, eða
•
Öllum atriðum
- til að eyða öllum dagbókarathugasemdum.
Efni notkunarskrár eytt - Ef eyða á öllu efni notkunarskrár, nýlegum hringinum
og tilkynningum um skilaboð er farið í Notkunarskrár, stutt á
og valið
Valkostir
→
Hreinsa notkun.skrá
eða í
Stillingar
→
Skráning varir
→
Engin
skráning
.
Ólíkar aðferðir við að vista gögn:
• PC Suite er notað til að öryggisafrita öll gögn úr símanum í tölvu.
Sjá ‘Síminn
tengdur við samhæfa tölvu’, bls. 173.
• Senda má myndir í tölvupósthólfið og vista svo myndirnar í tölvunni
(sérþjónusta).
• Senda gögn með innrauðu eða Bluetooth í annað samhæft tæki.
• Geyma má gögn á samhæfu minniskorti.