Nokia 6600 - Bluetooth-tenging

background image

Bluetooth-tenging

Farið er í

Valmynd

Tenging

Bluetooth

Hægt er að flytja gögn úr símanum í annað samhæft
tæki, t.d. síma, heyrnartól með Bluetooth-tækni eða
tölvu með Bluetooth- eða innrauðri tengingu.

Til athugunar: Síminn er hannaður til að vera

samhæfur og nota Bluetooth 1.1. Þó fer samvirkni
símans við önnur tæki með Bluetooth-tækni einnig eftir
sniðum og samskiptareglum. Nánari upplýsingar um
samhæfni Bluetooth-tækja fást hjá söluaðila.

Með Bluetooth fæst ókeypis þráðlaus tenging milli
rafeindatækja sem eru í allt að 10 metra fjarlægð hvort
frá öðru. Bluetooth-tengingu má nota til að senda
myndir, myndskeið, texta, nafnspjöld, dagbókarathugasemdir eða tengjast tækjum
sem nota Bluetooth-tækni, svo sem tölvum.

Þar sem tæki sem nota Bluetooth-tækni nota útvarpsbylgjur til samskipta þurfa
síminn og hin-tækin ekki að vera í sjónlínu hvert við annað.

Nægilegt er að tækin séu í innan við 10 metra fjarlægð hvort frá öðru, en
tengingin getur þó verið viðkvæm fyrir truflunum frá hindrunum eins og veggjum
eða öðrum raftækjum.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

164

Notkun Bluetooth-tækni dregur úr endingu rafhlöðunnar og þarf því að hlaða
hana oftar. Þetta þarf að hafa í huga þegar notaðar eru aðrar aðgerðir í símanum.

Hömlur geta verið á notkun tækja sem nota Bluetooth-tækni. Leita skal
upplýsinga hjá yfirvöldum á hverjum stað.