
Hátalari
Hátalari er í símanum fyrir handfrjálsa notkun. Hátalarinn gerir kleift að tala í
símann og hlusta úr lítilli fjarlægð án þess að þurfa að halda á honum, t.d. má hafa
hann á borði. Hátalarann er hægt að nota í símtali, í forritum sem tengjast hljóði
og myndskeiðum og þegar margmiðlunarboð eru skoðuð. Hátalarinn er settur á
sjálfkrafa þegar hlustað er á hljóð eða myndskeið skoðuð. Með hátalaranum
verður auðveldara að nota önnur forrit meðan á símtali stendur.

Almennar upplýsingar
23
Copyright
©
2004 Nokia. All rights reserved.
Hátalarinn settur á
Ef setja á hátalarann á meðan símtal stendur yfir er valið
Valkostir
→
Virkja hátalara
. Tónn heyrist,
sést í
upplýsingaröndinni og hljóðstyrksvísirinn breytist.
Til athugunar: Ekki er hægt að setja hátalarann á þegar höfuðtól hefur
verið tengt við símann.
Mikilvægt: Ekki má halda símanum að eyra meðan hátalarinn er í notkun
þar sem hljóðstyrkurinn kann að vera mjög mikill.
Hátalarann þarf að setja á sérstaklega í hverju símtali en hljóðforrit eins og
Upptaka nota hátalarann sjálfkrafa.
Slökkt á hátalaranum
• Þegar símtal stendur yfir er valið
Valkostir
→
Virkja símtól
.